Óþol eða timburmenn?

30 Dec 2014

Margir kannast við að hafa fengið sér nokkra bjóra og vaknað með bullandi höfuðverk daginn eftir. Líklegast er að líðanin stafi af hefðbundnum, heldur óskemmtilegum timburmönnum, en það þarf þó ekki að vera. Oft er fólk hreinlega með óþol fyrir einhverjum innihaldsefnum í bjór, t.d. gerinu.

Það getur valdið því að viðkomandi er hreint og beint með óþolseinkenni, en ekki beint timburmenn. Óþolseinkennin geta verið margvísleg, allt frá vægum höfuðverk og þreytu upp í blússandi mígreniskast, liðverki, húðkláða, óþægindi í meltingarvegi og fleira. Skiptir þá ekki magnið sem drukkið er öllu máli, óþægindin koma hvort sem drukkinn er einn bjór eða heil kippa.
 
Það sama á við um aðrar áfengistegundir, að það er möguleiki er að vera með óþol fyrir einhverjum innihaldsefnum drykkjanna. Sumir þola jafnvel eina vínþrúgu verr en aðrar og margir tala um að þeir þoli betur lífræn vín en önnur. Lífrænu vínin eru laus við ýmis aukaefni sem önnur innihalda, þannig að það er ekkert skrítið að þau þolist betur. Rauðvín er þekkt fyrir að gefa hressilegan höfuðverk, jafnvel  þó lítið magn sé drukkið, en hvítvín veldur oft óþægindum í meltingarvegi.  

Ef ætlunin er að neyta áfengis er skynsamlegt að velja drykkina vel og reyna að kortleggja aðeins hugsanlega líðan í kjölfarið. Þá er hægt að sneiða hjá þeim í framtíðinni, sem valda óeðlilega slæmri líðan eða einkennum.

Svo er auðvitað að passa sig að halda magninu í hófi ;) 

Gangi hægt inn um gleðinnar dyr !

20%
2 fyrir 1

Terranova Intense Berries Super Shake 224 gr.

7.099 kr 5.679 kr
20%
2 fyrir 1

Terranova Full-Spectrum Multivitamin 50 hylki

3.949 kr 3.159 kr
20%
2 fyrir 1

Solaray Milk Thistle 350 mg 30 vegan hylki

4.529 kr 3.623 kr
20%
2 fyrir 1

Solaray Spektro fjölvítamín 100 hylki

4.299 kr 3.439 kr