Blöðruhálskirtils vandamál

10 Apr 2015

Góðan dag.

Ég er að vandræðast aðeins en ég er búin að vera að glíma við blöðruhálskirtilssýkingu í að verða ár og er alltaf á sýklalyfjum. Ég er orðin frekar slæmur í maga og svo er ég að glíma við mikinn kvíða sem er er erfitt að ráða við. Svo er ég víst með vefjagigt, sef illa og er þurr í augum.

það sem ég hef gert til að breyta er ég borða chiafræ á morgnana og tek magnesíum og b 12 vítamín. Ég er búin að taka út allan sykur og hveiti og ég tek líka bætiefni fyrir meltinguna en mig vantar ráð um hvað ég get gert betur.

Kv Á

Sæll vertu Á.

Það sem þú ert búin að gera varðandi mataræðið er klárlega góð breyting.  Mataræði hefur auðvitað mikil áhrif bæði á líkama og sál og mikilvægt að útiloka þá fæðu sem er ertandi og ýtir undir ójafnvægi. Við vitum auðvitað að sykur er aldrei hollusta og hvítt hveiti ekki heldur. Það sem þú gætir líka skoðað er að margir þola mjög illa mjólkurvörur og ef þú ert í stuði til að gera meira hvað varðar mataræðið, þá er um að gera að prófa að taka þær út. Mjólkurvörur fara oft illa í meltinguna (og fleira) og það að sleppa þeim gæti hjálpað.

Það er auðvitað mjög mikilvægt að borða reglulega. Óreglulegt mataræði ýtir undir blóðsykursflökt og það ýtir svo undir bólgur, verki og allskyns ójafnvægi.  

Mörg  fæða getur aftur á móti virkað mjög jafnvægishvetjandi og vinnur líkama og sál mikið gagn. Það er gott að passa að fá nóg af góðu próteini (Kjöt, fisk, egg, baunir) og gæða fitu (hnetur, fræ, kaldpressaðar olíur). Svo er um að gera að borða vel af grænmetinu góða.

Þú talar um að þú sért á sýklalyfjum en minnist ekki á önnur lyf, þannig ég geri ekki ráð fyrir í leiðbeiningunum að þú takir nein önnur. Sum bætiefni fara illa með ákveðnum lyfjum, þannig að ef þú tekur fleiri tegundir lyfja, þá verður þú að taka tillit til þess.

Í öllu falli myndi ég ráðleggja þér að taka inn Omega 3 fitusýruna. Hún er bæði góð fyrir líkama og sál og ótal rannsóknir sem styðja það. Hún virkar bólgueiðandi, mýkjandi og nærandi fyrir taugakerfið. Salmon Oil frá Solaray hefur reynst frábærlega. Hún gæti einnig haft góð áhrif á augnþurrkinn.

Ég myndi einnig ráðleggja þér að taka inn fleiri tegundir B vítamína, helst B complex sem inniheldur þau öll. B Complex frá Terranova er sérhönnuð blanda sem inniheldur einnig C vítamín, auk fjölda hressandi jurta og er mjög góð fyrir þá sem þjást af kvíða.

Saw palmetto eða freyspálmi er jurt sem þekkt er fyrir að hjálpa blöðruhálskirtlinum og þú gætir alveg gefið því séns.

Þú talar um að þú takir inn bætiefni fyrir meltinguna og ég myndi ráðleggja þér að taka inn góðgerla sem innihalda geril sem heitir Lactobacillus Rhamnosus.  Hann þolir betur sýklalyf en aðrir meltingargerlar og getur því hjálpað þér að byggja upp betri flóru í meltingarveginum. Þú gætir til dæmis tekið Multidophilus 12 frá Solaray.

Mér dettur einnig í hug að aloe vera gæti hjálpað þér.

Þú getur séð bætiefnin sem ég tel upp hér til hliðar á síðunni.

Gangi þér allt í haginn og vonandi fer þér að líða betur.

Kær kveðja,

Inga næringarþerapisti.