Astaxanthin frá Solaray

11 May 2015

Góð reynsla er komin af neyslu astaxanthins. Eitt af því sem hvað oftast kemur fram er hversu magnað það er fyrir húðina og hvernig það verndar okkur gegn skaðlegum útfjólubláum geislum sólarinnar.

Þetta er margsannað með klínískum rannsóknum. Margir vitna um að þeir geti notið þess lengur að vera úti í sólinni án þess að brenna, neyti þeir astaxanthin. Það er rakið til bólgueyðandi eiginleika þess.

Dr. Nicholas Perricone, sem er einn helsti sérfræðingur fræðasamfélagsins um öldrun, mælir sérstaklega með neyslu astaxahthins til að draga úr hrukkum og elliblettum og auka raka og mýkt húðarinnar, en þess má geta að margir snyrtivöruframleiðendur nota nú orðið astaxanthin til þess að vernda húðina gegn útfjólubláum sólargeislum.

Við mælum með því að fólk byrji snemma að byggja upp húðina fyrir sumarið og hefji töku Astaxanthins strax í apríl.