Hugmyndin með því að nota hunang sem inniheldur
Bee Pollen eða Royal Jelly gegn ofnæmi er að byggja upp ónæmi líkamans gegn frjókornaofnæmi.
Vörur eins og Rowse hunangskaka, Solaray Royal In Jelly honey, Sonnentor hunang og Royal Jelly & Bee Pollen innihalda m.a. frjókorn og gró sem eru oftast þau efni sem valda mörgum sumarofnæmi einmitt þegar blóm, tré og grös eru í blóma.
Engar viðurkenndar rannsóknir liggja hér til grundvallar en við höfum tröllatrú á að láta reyna á hunangsmeðferðina. Til að hunang geti hjálpað við að draga úr einkennum sumarofnæmis verður að taka það á hverjum degi, jafnvel þó að þú finnir ekki fyrir einkennum þá stundina. Eins skiptir miklu máli hvernig hunang er notað.
Hreint gæðahunang er því svo miklu meira en nautna-vara og má nota í öllum tilvikum í staðinn fyrir sykur. Það er tilvalið til notkunar við matargerð, bakstur, viðbót við morgunkorn og heita drykki. Eða einfaldlega smyrja því á ristað brauð.
QBC Plex Chewable frá Solaray er blanda af Quercetin, Bromelain og C-vítamíni. Þessi þrjú virku efni skila mjög góðum árangri í baráttunni gegn ofnæmi.