Bjúgur er nokkuð algengt vandamál, ekki síst um jólin. Það eru fjölmargar fæðutegundir sem mikil hefð er fyrir að borða á jólum, sem eru kannki ekki alveg þær æskilegustu fyrir líkamann. Jólaborðið svignar undan reyktum og söltum mat sem og sætum kökum og sælgæti.
Það má kannski segja að það sé nokkuð „eðlilegt“ að fá svolítinn bjúg af öllum þessum kræsingum og um að gera að hjálpa líkamanum svolítið með því að drekka nóg af vatni og jafnvel taka inn vatnslosandi jurtir og drekka vatnslosandi te. Bjúgur getur auðvitað átt sér læknisfræðilegar skýringar eins og minnkandi virkni nýrna, undirliggjandi sjúkdóma og sum lyf geta valdið bjúg. Það er um að gera að leita læknis ef eitthvað slíkt gæti verið í gangi.
Sumir kvarta þó yfir að fá bjúg nánast af engu, eru ekki að neyta þessara ofangreindu fæðutegunda og fá neinar skýringar hjá lækninum sínum
Oft á tíðum getur skýringin legið í fæðuóþoli og ef einstaklingur borðar mikið fæðu sem hann hefur óþol fyrir getur svo sannarlega orðið mikil vatnssöfnun í líkamanum. Einnig getur bjúgur tengst of lítill próteinneyslu og konur eru oft í dálitlum vandræðum með að fá próteinþörfinni fullnægt. Borða kannski full mikið af súpu salati og brauði, en of lítið kjöt, fisk og egg.
Það getur hjálpað að huga að meltingunni, ef hún er eitthvað brokkgeng þá getur ástæðunnar verið að leita þar og um að gera að taka inn vinveitta meltingargerla. Í öllu falli hjálpar oftast að drekka meira vatn og jurtate, minna kaffi og áfengi og laga mataræðið að sínum þörfum.