Hátíðarförðun

28 Dec 2015

Leiktu með augnblýantinn og nældu þér í rauðan varalit!

Það er mikið um dýrðardaga í desember og ófá tilefnin til að setja upp spariandlitið. Við mælum eindregið með náttúrulegum snyrtivörum sem eru ofnæmisprófaðar og innihalda ekki skaðleg efni fyrir þig eða náttúruna.

Rauður varalitur og rautt naglalakk fyrir hátíðirnar, án eiturefna, er algerlega ómissandi. Berjatónar á augum og rauðar varir, augnskugginn frekar mattur á móti sindrandi og gljáandi vörum. Þéttar og vel mótaðar augabrúnir og sterklega innrömmuð augu með Lavera Eyeliner eða Benecos augnblýanti.  Lavera og Benecos fást í verslunum Heilsuhússins. 

 

Lavera lífrænt sólarpúður og kinnalitur.

Ómissandi í alla förðun hvort sem er hversdags eða spari.

 

Lavera Eyeliner.

Tveir litir sem gefa flottan og sterkan lit. Ertir ekki augun.

 


Benecos Natural Lipstic.

Just Red. Klassískur dimmrauður hátíðarvaralitur fyrir allar dömur. Rakagefandi og inniheldur E vítamín.

 


Lavera varalitur.

Einn af okkar uppáhalds fyrir hátíðirnar. Virkar örlítið dökkur en er alveg passlegur. Varalitablýantur í stíl.

 

Benecos naglalakk.

Cherry red.

Hér er hátíðarlakkið komið. Einstaklega fallegur litur.

 
Benecos Natural Lipliner.

Dimmrauður vara blýantur sem mótar fullkomnar útlínur fyrir fallegar varir.

 


Benecos Natural Mascara.

Maximum Volume.

Nærandi maskari sem þykkir og lengir augnhárin.

 
Lavera mousse.

Gefur jafna og fallega áferð. Gerður úr lífrænni sólblómaolíu og lífrænu shea butter

sem nær fram ljóma í húðinni.

 


Lavera Lips and Cheeks.

Dásamlegur gripur sem gerir kinnarnar rjóðar og varirnar seiðandi.

 


Lavera augnskuggapallettur og stakir augnskuggar.

Sparilegir og fjörugir litir. Endalausir möguleikar að fallegri augnförðun með þessum einstöku litum.