Blómadropar

20 Jan 2016

Stefanía í Nýjalandi eða Stefanía S. Ólafsdóttir græðari hefur unnið með blómadropa og líkmasolíur í 10 ár og Heilsuhúsið hefur ávallt boðið dropana til sölu. Blómadroparnir frá Flower Essence Services hafa fengið gæðastimpil sem lífefld (Byodynamic) vara. verjir eru leyndardómar dropanna að sögn Stefaníu?

Hvað eru blómadropar?
„Blómadropar bera með sér krafta og eiginleika hvers og eins blóms eða jurtar. Þeir innihalda lítið magn af efni, en innihalda þó tíðni og orku jurtanna sem orkukerfi líkamans nærast á þegar þeir eru teknir inn eða bornir á líkamann. Blómadropa er hægt að nota eina og sér eða ásamt annarri meðferð.“


Hvað árangri er hægt að ná með blómadropanotkun?
„Blómadropar eru ekki undralyf sem er allra meina bót, heldur auka þeir getuna til að takast á við áskoranir eða erfiðleika lífsins og vinna úr þeim.
Blómadropar geta bætt svefn, minnkað kvíða, bætt árangur í vinnu og námi, aukið og bætt samskipti og tjáningu og bætt sjálfsmynd. Þeir geta einnig dýpkað innsæi og vitund, hugrekki og trú, ákveðni og markmið, kyrrð og samkennd með lífinu. Þeir geta ýtt undir betri líkamleg líðan. Þeir fylla hjarta okkar af von og kærleika. Blómadropar eru til þess ætlaðir að koma á jafnvægi og fylla hjarta okkar af ljósi.“

Hverjir ættu helst að nota blómadropa?
„Hver sem þarfnast hjálpar má nota blómadropa frá 0-99 ára.“

Stefanía S. Ólafsdóttir græðari verður með ráð-gjöf í Heilsuhúsinu Kringlunni um blóma-dropa-notkun mánaðarlega fyrsta fimmtudag í hverjum mánuði á milli kl. 11 og 13.