Minnkum plastnotkun - áfyllingar fyrir Ecover hreinlætisvörur

05 Jan 2016

Heilsuhúsið býður uppá áfyllingar á alhreinsi, uppþvottalegi, fljótandi þvottaefni og mýkingarefni frá Ecover.

Ecover hreinsiefnin eru framleidd úr náttúrulegum steinefnum sem brotna auðveldlega niður í náttúrunni. Megin markmið fyrirtækisins hefur alla tíð verið að hlúa að umhverfinu og heilbrigði neytenda, ásamt því að búa til samkeppnishæfar og góðar vörur.

Að baki framleiðslunni liggja áralangar rannsóknir, vörurnar eru að auki framleiddar í umhverfisvænni verksmiðju í San Fransisco.

Ecover býður ekki bara náttúrulegt innihald því nú getur þú komið til okkar með tómar umbúðir, fyllt á og geymt svo undir vaskinum. Þetta er framtíðin, eða öllu heldur hverfum við aftur til fortíðar, og minnkum plastnotkun með því að endurnýta sömu umbúðirnar aftur og aftur. 

Kynntu þér málið í Heilsuhúsinu Kringlunni og á Smáratorgi (2 tegundir: fljótandi þvottaefni og uppþvottalögur)

Ecover vörurnar fást í netverslun Heilsuhússins. Skoðaðu úrvalið hér.