Aqua Oleum býður upp á 100% hreinar ilmkjarnaolíur sem byggja á sögu og þekkingu þriggja kynslóða. Hver olía er valin vegna einstakra eiginleika sinna, af Juliu Lawless sem er þekkt fyrir víðamikla þekkingu sína á ilmkjarnaolíum og er höfundur hinna sívinsælu bókar „The Encyclopedia of Essential Oils“.
AQUA OLEUM LAVENDER - ILMKJARNAOLÍA
Mjög fjölnota ilmkjarnaolía. Ilmurinn er sætur, mjúkur og lífrænn blómailmur og nýtist því sem háklassa ilmvatn. Lavender er mjög húðvæn olía og sótthreinsandi, hana má því nota gegn unglingabólum, exemi, á hvers konar bruna og smásár. Lavender ilmkjarnaolían frá Aqua Oleum hefur sérstaklega róandi eiginleika og er talin góð gegn eirðarleysi, svefnleysi, kvíða og streitu. Lavender hvetur líkamann til að slaka á og ná jafnvægi. Ljúft að bera hana á iljar og lófa fyrir svefninn. Klárlega olíuglas sem allir ættu að hafa í náttborðsskúffunni og í sjúkrakassanum.
AQUA OLEUM EUCALYPTUS - ILMKJARNAOLÍA
Geðbætandi, hressandi og örvandi, góð til að auðvelda öndun ef þú ert stífluð/aður, góð gegn hósta, bronkítis, hita og flensueinkennum og frábær skordýrafæla. Hún er einnig bólgueyðandi og getur því verið góð í nuddolíu við vöðvabólgu.
Ef þú ert að kvefast er mælt með að fara reglulega í andlitsgufu í 5-10 mínútur í senn og nota nokkra dropa af Eucalyptus kjarnaolíu frá Aqua Oleum út í vatnið. Gott er að leggja handklæði yfir höfuðið til að fanga sem mest af gufunni. Þetta gæti reynst sannkallað heillaráð fyrir komandi vetur með öllum sínum kvefpestum.
AQUA OLEUM LEMON - ILMKJARNAOLÍA
Hreinsandi og hressandi ilmkjarnaolía. Ilmurinn er léttur og hressandi sítrusilmur. Lemon ilmkjarnaolían er bæði bakteríudrepandi og samandragandi og því getur hún gagnast vel gegn bólum, appelsínuhúð og feitri húð. Prófið að nota örfáa dropa í húðkremið, í sjampóið, í baðið með salti eða olíu, til að fríska upp á nuddolíuna eða í rakatækið.