Eru ekki örugglega allir klárir með sparilúkkið fyrir hátíðirnar? Framundan eru skemmtilegustu og litríkustu hátíðir ársins og endalaust mikið um að vera. Flestar eru alveg til í að taka förðunina skrefi lengra um hátíðirnar og ekki skemmir fyrir að Benecos vörurnar eru náttúrulegar og á frábæru verði í Heilsuhúsinu. Margrét Friðriksdóttir, förðurnarfræðingur gefur okkur góð ráð og segir okkur frá sínum uppáhalds Benecos förðurnarvörum!
Benecos hefur svo sannarlega slegið í gegn á Íslandi. Vörurnar frá Benecos eru einstaklega vandaðar, náttúrulegar og lífrænar snyrti- og förðunarvörur á frábæru verði. Allar vörur frá Benecos eru BDIH vottaðar, innihalda ekki paraffín, parabenefni, silíkon, PEG né tilbúin lit-, ilm- eða rotvarnarefni. Auk þess eru þær þróaðar og framleiddar án prófana á dýrum og eru umhverfisvænar.
„Ég ákvað að gera sterka förðun núna því mig langaði að sýna að þó að þú sért með náttúrulegar vörur þá eru þær ekki síðri varðandi styrkleika. Það er einmitt það sem Benecos stendur meðal annars fyrir; flottar náttúrulegar vörur fyrir sanngjarnt verð,“ segir Margrét Friðriksdóttir, förðunarfræðingur.
„Ég kynntist Benecos fyrir einu ári og tók merkinu með fyrirvara þar sem þetta er í fyrsta sinn sem ég vinn með náttúrulegar vörur. En áður en ég vissi af var ég sokkin í þessar frábæru vörur sem komu mér svo skemmtilega á óvart.
Ég á núna að sjálfsögðu mína uppáhaldshluti úr Benecos línunni og þar á meðal eru það augnskuggarnir. Mér finnst þeir einstakir, svo auðveldir að bera á (þarf ekki fagmann til) og ekki nóg með að litirnir eru nákvæmlega það sem hentar öllum konum heldur eru þeir með þetta „auka“ sem vantar svo oft. Litirnir innihalda fallegar blöndur sem draga fram alla augnliti, sem við auðvitað viljum allar.“
„Augnskuggar eru eitthvað sem við eigum að nota meira af því þeir geta gert kraftaverk fyrir augnsvæðið okkar. Ég notaði í þessa förðun eina pallettu sem heitir Smokey Eyes og hún inniheldur bæði matta og sanseraða liti.
Light Fluid foundation farðinn er einnig eitt af mínu uppáhalds úr Benecos línunni. Þessi farði er nýr frá þeim og er ótrúlega léttur og góður. Þú berð hann á þig og hann er léttur en hylur jafnframt rosalega vel. Tilfinningin er eins og að hafa ekkert framan í sér en samt er húðin jöfn og falleg. Dúmpið með svampi til að hylja betur erfið svæði. Ég notaði litinn Dune en hann kemur í 3 litum.
Til að skerpa augun notaði ég kajal svartan og eyelinerinn. Það sem kemur næst augunum á auðvitað að vera náttúrulegt. Þegar settur er blýantur á neðri augnlok (vatnslínuna) horfið niður í spegilinn og berið eins nálægt augnhárunum og hægt er. Þegar þið lítið upp er hann á réttum stað.
Kinnar, svo gjörsamlega minn veikleiki og missi mig oft þar - verð að passa mig! Það sem ég geri oft er að byrja á kinnalit áður en ég geri augnförðunina því þá er hægt að sjá hversu langt á að fara með augnförðunina. Ég notaði Sassy Salmon og Bronzing Duo / Ibiza, og svo hyljarann til að lýsa skugga. Munið að dúmpa til að ná þéttari áferð, draga til að hún verður léttari.
Notaði svo Natural Compact Powder til að matta sem helst matt allan daginn og pínu rauðari varalit og blýant, varalitirnir eru svo mjúkir og góðir. Til að hreinsa varalínuna er gott að nota hyljara meðfram vörunum.
Munið að æfingin skapar meistarann og allt næst af í þvotti.“