Uppskrift að góðu og slakandi jólabaði!

05 Dec 2016

Slakandi jólabað og smá dekur er góð blanda til að ná góðri slökun bæði í líkama og sál fyrir hátíðirnar!

Við mælum við sérstaklega með The Eco Bath dauðahafssaltinu sem er einstaklega mýkjandi og græðandi. Baðsaltið inniheldur hágæða ilmkjarnaolíur sem fá líkamann til að slaka vel á. Einnig eru baðdroparnir frá Dr.Hauscka fullkomnir í jólabaðið. Unaðslegur og róandi ilmur sem leyfir þér að slaka á og safna orku fyrir hátíðirnar!

 

Góður hitapúði á axlirnar getur gert kraftaverk og hefur Hittepit hitapúðinn reynst vel á þreyttar axlir, púðinn inniheldur kirsuberjasteina og helst hitinn lengi í steinunum.

Ekki má gleyma góðum kremum fyrir húðina, kuldi og stress getur þurrkað húðina og mælum við sérstaklega með fótaáburðinum frá Dr. Organic sem inniheldur Manuka hunang, líkamsolíunni og sturtusápunni frá Weleda sem inniheldur granatepli og baðdropunum og líkamssápunum frá Dr. Hauschka.

Allar vörur eru fáanlegar í verslunum Heilsuhússins og einnig í netverslun Heilsuhússins.