ILMKJARNAOLÍUR FRÁ SONNENTOR

04 Apr 2017

Ilmkjarnaolíur eiga sér allt að 5000 ára sögu og notkun þeirra verið samofin menningu fjölmargra þjóða. Nú höfum við Íslendingar heldur betur uppgötvað þessa dásemd og hversu jákvæð áhrif ilmkjarnaolíur geta haft á líkama og sál.

Kryddin og teið frá Sonnentor hafa fyrir löngu slegið í gegn í Heilsuhúsinu, enda einstaklega vönduð vara, en nú kynnum við til sögunnar 100% náttúrulegar og lífrænar ilmkjarnaolíur frá Sonnentor. Þetta eru blöndur sem nýtast á margvíslegan hátt; í baðið, gufubaðið, ilmolíulampann, nuddolíuna, blautþurrkurnar, þvottavélina, heimilisþrifin og margt fleira. Listinn er nánast óendanlegur.  

Hvaða ilmkjarnaolía hentar þér núna? Er mikið álag og nærðu ekki að slaka á, eða vantar þig þessa extra orku? Þú finnur blöndu sem hentar þér frá Sonnentor – hér eru þrjár sem hafa slegið algerlega í gegn.

ENERGIE OIL – ORKA OG ÞREK
Energie olían frá Sonnentor byggir á mjög gamalli uppskrift en hentar fullkomlega nútíma lífsstíl. Olían gefur orku og þrek til að takast á við áskoranir daglegs lífs með jafnaðargeði. Blandan skapar orkugefandi áhrif og inniheldur m.a sítrónu, bergamont og eucaliptus; eflandi, hressandi og ilmar yndislega. *

Notkunarmöguleikar:
Settu nokkra dropa í spreybrúsa með vatni og spreyjaðu ilminum um herbergið. Þú getur líka sett örfáa dropa af Energie olíunni í flösku og andað svo að þér ilminum. Þá getur verið mjög áhrifaríkt að setja 1-2 dropa aftan á hálsinn, bak við eyrun og á iljarnar til að auka orku.

RELAXING OIL – MEIRI SLÖKUN, MINNA STRESS
Slökunarblandan frá Sonnentor er sérhönnuð fyrir þá sem vilja ná hámarks slökun og ró eftir annasama daga. Relaxing oil inniheldur m.a. mandarínu, ylang ylang og bergamont. Blandan er góð hjálp til að slaka betur á, njóta augnabliksins og lifa í núinu. Þessi ilmar dásamlega! *

Notkunarmöguleikar:
Þessi blanda er mjög góð í baðið til að ná enn betri slökun. Blandaðu 4 dropum út í um 30 ml af góðri olíu og settu svo út í baðvatnið. Þessa blöndu má svo einnig nýta sem nuddolíu. Prófaðu að bera Relaxing ilmkjarnaolíuna aftan á hálsinn og á bak við eyrun til að ná betri svefni. Einnig getur verið gott að setja 1-2 dropa á koddann. 

WOMEN ISSUE – KRAFTUR FYRIR KONUR 
Women Issue olían frá Sonnentor er sérhönnuð fyrir kvenorkuna og -kraftinn. Blandan getur stuðlað að aukinni kynorku, meiri bjartsýni og lífsorku. Women Issue inniheldur m.a. neroli, rós, mandarínu og bergamont. Ilmurinn er einstaklega ljúfur. *

Notkunarmöguleikar:
Þessi er fullkomin til búa til nuddolíu. Blandaðu henni saman við einhverja góða olíu eins og t.d. möndluolíu. Það er svo tilvalið að fá makann til að sjá um nuddið! Hún er einnig góð í baðið og frábær í ilmolíulampann.