Náttúruleg og ljómandi húð

12 Apr 2017

Lavera eru náttúrulegar og lífrænt vottaðar snyrtivörur frá Þýskalandi sem fagna 30 ára afmæli á þessu ári og kynna um leið nýjan farða og fleiri spennandi hluti í litalínunni. Heilsufréttir fékk Ingu Kristínu förðunarfræðing til að kynna fyrir lesendum náttúrlega Lavera förðun sem er afar glæsileg.

AUGUN
„Áður en hafist er handa við augnförðunina nota ég Lavera Vegan Eye Shadow Base á augnlokin. Með því verður liturinn jafnari og helst betur. 

Undir augun notaði ég Lavera Illuminating augnkrem en það felur bauga, fínar línur og þreytu í kringum augnsvæðið. Kremið hefur ljómandi áhrif sem lýsir upp augnsvæðið.

Augnskuggarnir sem ég notaði eru báðir úr nýju línunni, en ég blandaði þeim vel saman og notaði ljósustu litina fremst á augnlokin en dekkri yst, til að fá góða skyggingu. M.a. liti no. 24, 02, 03 og 09.

Síðan setti ég svartan blýant upp við augnhárin. Hann er algert æði því það má bæði nota hann til að skerpa aðeins á augnumgjörðinni eða til að dekkja vel í kringum augnhárin, hvort sem maður vill hafa fallegan eyeliner eða smudga hann upp í smokey. 

Síðan toppaði ég augnförðunina með maskaranum Lavera Deep Darkness en hann er intense black og lengir og þykkir augnhárin.

Í augabrúnirnar notaði ég Lavera Transparent Eyebrow Styling Gel“

HÚÐIN
„Andlitskremið er Lavera Mattifying Balancing krem sem hentar venjulegri til blandaðri húð.

Farðinn sem ég notaði heitir Nude Make Up Ivory 02 og Honey Sand 03.
Lavera Transparent Fine Loose Mineral Powder notaði ég svo til að festa farðann og Lavera Stay Matte Long Lasting Pressed Powder svo húðin glansi minna.

Ég skyggði andlitið með Lavera Sunset Kiss og setti svo Lavera Charming Rose á kinnarnar.“

VARIRNAR
„Varaliturinn Lavera Beloved Pink no. 36 er fallega rómantískur og inniheldur lífræna jojoba oliu, shea butter og möndluolíu sem gefur vörunum næringu og heldur þeim mjúkum. En til að halda honum á sínum stað og forðast að hann smitaðist út fyrir varirnar notaði ég varablýant.“