Verður þú hnerrandi og grátandi í sumar?

21 Apr 2017

Gott er að undirbúa ónæmiskerfið í tíma þannig að það sé í góðu jafnvægi þegar vorið og sumarið gengur í garð. Með réttum bætiefnum getur þú stutt við ónæmiskerfið og mögulega byggt upp þol gegn frjókornum og ýmsum grastegundum á náttúrlegan hátt. Þannig getur þú jafnvel notið sumarsins án þess að vera með vasaklútinn á lofti.

Bætiefni sem geta hjálpað gegn frjóofnæmi:

  • Omega-3 fitusýrur, t.d. hörfræolía eða góð fiskiolía.
  • Góðir meltingargerlar (probiotics) til að viðhalda góðri þarmaflóru.
  • Quercitin, sem finnst í grænu tei, flestum berjum, vínberjasteinum (grape seed extract) og fleiru. Hægt er að fá bætiefnablöndur sem eru ríkar af quercitin og öðrum flavoníðum sem geta virkað vel.
  • C-vítamín – frábær andoxari og hefur jákvæð áhrif á starfsemi öndunarfæra og er talið geta virkað á móti histamíni á margan hátt.
  • B6-vítamín hefur gagnast ofnæmissjúklingum vel.
  • B12-vítamín getur virkað vel á ofnæmi.
  • E-vítamín er kröftugur andoxari.
  • Magnesíum getur haft þau áhrif að vöðvar í veggjum lungnapípa slaka betur á og auka súrefnisflæði.
  • Gingko Biloba.
  • Brenninetla getur virkað sem náttúrúlegt andhistamín.

Auk bætiefna hefur gjarnan verið ráðlagt, með góðum árangri, að forðast vörur sem innihalda glúten (hveiti, spelt, hafrar, rúgur og bygg) og mjólkurvörur allt að mánuði áður en frjókornatíminn hefst og þar til honum lýkur.

20%
2 fyrir 1

Solaray Ginkgo Biloba Extract 60mg, 60 hylki

4.799 kr 3.839 kr
20%
2 fyrir 1

Solaray C vítamín 500mg 100 hylki

2.499 kr 1.999 kr
20%
2 fyrir 1

Solaray Mega Quercitin 600 mg 60 hylki

6.599 kr 5.279 kr
20%
2 fyrir 1

Optibac góðgerlar fyrir hvern dag, 30 hylki

3.219 kr 2.575 kr