Hvað er tíðabikar?

04 Aug 2017

Tíðabikar er heilsusamlegri, auðveldari og umhverfisvænni kostur á tíðablæðingum.

Tíðabikarinn er úr mjúku silikoni sem hægt er að nota aftur og aftur á meðan blæðingar standa yfir. Bikarinn safnar tíðablóðinu í stað þessa að sjúga það upp eins og t.d tíðartappar virka. Bikarinn má nota í allt að 12 tíma í senn.

Hvernig á að nota tíðabikar?
Það er auðvelt að nota tíðabikarinn. Bikarinn er "brotin" saman á brúnunum (sjá leiðbeiningarmyndband hér að neðan) og setur hann upp. Bikarinn á að sitja sem neðst í leggöngunum eða þar sem það er þægilegast fyrir hverja og eina (mun neðar er túrtappar). Tíðabikarinn opnast uppí leggöngunum og myndar þannig "skál" sem kemur í veg fyrir að tíðarblóðið fari framhjá. Það gæti tekið nokkrar tilraunir að finna réttu stöðuna á bikarnum fyrir hverja og eina konu.

Bikarinn er tilvalið að nota t.d í sundi, á íþróttaæfingum og á nóttunni.

Hvernig er bikarinn fjarlægður?
Til að fjarlægja bikarinn er klemmt gætilega um neðanverðan bikarinn og hann dreginn varlega út, hann tæmdur í klósett eða vask, skolaður og settur aftur upp.

Finnur þú fyrir bikarnum?
Nei. Þegar fundið hefur verið út úr réttri stöðu á bikarnum þá finnur maður ekki fyrir honum.

Fyrir hvað er langa totann á bikarnum?
Langa totann er til að hjálpa til við að ná um miðjan bikarinn þegar þú tæmir hann. Það má klippa totuna niður í þá lengd sem hentar best. Sama lengd hentar ekki endilega öllum konum. Sumar konur þurfa t.d að klippa alla totuna burt.

Hvað með almenningssalerni?
Til að tæma bikarinn er t.d hægt að taka með sér litla vatnsflösku til að hreinsa bikarinn. Einnig er hægt að þrífa hann með þurrku. Það er líka vert að minnast á að ekki þarf að tæma bikarinn eins oft og skipt er um t.d túrtappa eða dömundi þar sem hann heldur meira tíðablóði. Hægt er að þrífa bikarinn betur þegar heim er komið.

Hvernig er bikarinn þrifinn?
Eins og þegar notaður er túrtappi er mikilvægt að þrífa hendurnar vel áður en bikarinn er settur upp eða tekin út úr leggöngunum. Á meðan blæðingar standa yfir er óhætt að nota vatn til að þrífa bikarinn eða nota sápu án ilmefna. Sumar konur velja að þrífa bikarinn mjög vel á milli blæðinga með því að sjóða hann í vatni eða skola hann í mildu, sótthreinsandi efni.

Hentar ein stærð öllum?
Nei tíðabikarar koma yfirleitt í tveimur stærðum (fer eftir framleiðendum); A og B. Stærð A er fyrir konur sem eru þrjátíu ára og eldri og sem hafa fætt börn í gegnum leggöng og stærð B er fyrir konur sem eru undir þrjátíu ára og konur sem hafa ekki fætt leggangafæðingu (keisarafæðing).

Það að byrja að nota tíðabikar krefst smá æfingar en taktu þér tíma og vertu þolinmóð vegna þess að þegar þú kemst uppá lagið getur tíðabikarinn endst í mörg ár og þú munt aldrei vilja nota túrtappa eða dömubindi aftur.

Í netverslun og verslunum Heilsuhússins fást tvær gerðir af tíðabikurum; Organicup og Masmi cup.

Hér að neðan er gott yfirlit yfir hve mikið er hægt að spara í notkun dömubinda með því að nota tíðabikar í staðinn í 10 ár

Mynd fengin að láni frá Organicup.eu