Í vor kynnti Aqua Oleum til sögunnar blómavötn. Nú getur þú fengið uppáhalds ilmkjarnaolíuna þína tilbúna í hreinu uppsprettuvatni. Blómavatnið kemur bæði með spreytappa og skammtara.
Allt blómavatn fá Aqua Oleum er hægt að nota sem léttann ilm, andlitsvatn hreinsir og sem hluta af daglegri húðumhirðu. Einstaklega hreinsandi og hressandi bæði fyrir þig og heimilið.
Hér eru tíu yndislegar tegundir sem eru í boði og upplýsingar um hvernig best er að nýta hverja fyrir sig:
Aqua Oleum Tea Tree blómavatn
Hægt er að nota Tea Tree vatnið sem lyktareyði, bæði fyrir líkama og heimilið. Hentar líka frábærlega á jógamottuna eftir notkun, þú einfaldlega spreyjar á mottuna og lætur hana svo þorna.
Aqua Oleum Lavender blómavatn
Róandi og hreinsandi, en kostir lavender ilmkjarnaolíunnar hefur lengi verið þekkt. Hér er komin blanda af Lavender og hreinu uppsprettuvatni. Þessi blöndu er hægt að nota til að kæla og róa húðina, sérstaklega eftir mikla sól. Frábært sem andlitsvatn, með því að spreyja beint á andlitið eða setja í bómul og dúmpa létt yfir.
Hjálpar þér að ná ró og að sofna á kvöldin, virkar líka vel fyrir ungabörn – þú spreyjar örlitlu á koddann fyrir svefninn.
Aqua Oleum Rose blómavatn
Hentar frábærlega fyrir þroskaða húð. Gott að nota kvölds og morgna með því að spreyja yfir andlitið eða setja í bómul og dúmpa létt yfir andlitið.Hreinsandi, minnkar roða og svitaholur (pores).
Aqua Oleum Neroli blómavatn
Frábær blanda sem ætti alltaf að hafa við höndina. Ásamt því að gefa góðan og ljúfan ilm þá getur neroli hjálpað til að róa taugarnar og virkað á kvíða.
Aqua Oleum Rosemary blómavatn
Rosemary hentar frábærlega sem andlitsvatn, eykur blóðflæði og getur þannig hjálpað til við að minnka bauga og þreytu í adliti. Þessi flotta blanda getur að aukið hjálpað til við að auka hárvöxt ásamt því að gefa hárinu meiri gljáa.
Rosemary vatnið vann til verðlauna sem besta ilmmeðferðarvaran í „The Beauty Shortlist Awards 2017“.
Aqua Oleum Which Hazel blómavatn
Fullkomið sem milt andlitsvatn, hreinsar á mildan hátt.
Aqua Oleum Spearmint blómavatn
Hentar vel þeim sem eiga það til að verða bílveikir. Er líka kælandi og róandi og hentar því vel sem fótaspray.
Aqua Oleum Melissa blómavatn
Melissa getur hjálpað til við að róa taugarnar. Getur einnig hjálpað þeim sem eiga það til að verða þungir.
Aqua Oleum Camomile blómavatn
Camomile er róandi og því gott á exem, minnkar kláða og er hreinsandi. Þessa blöndu er upplagt að hafa í töskunni til að hreinsa litla putta, olnboga og/eða hné.
Aqua Oleum Citronella blómavatn
Losaðu þig við flugurnar með því að spreyja citronellu blöndu á sjálfan þig eða í umhverfið. Ekkert eytur, bara náttúrulegt!