Heilsuhúsið er þekkt fyrir að bjóða aðeins hágæða náttúrulegar húð- og snyrtivörur sem næra líkama og sál. Áherslan er á hreinar vörur sem eru betri fyrir húðina. Hér gefur að líta nokkrar vinsælar vörur sem allar eru fáanlegar í verslunum Heilsuhússins og í vefverslun.
FYRIRBYGGJANDI
Áður en við skellum okkur á skíði, út að labba eða í fjallgönguna þá getur verið skynsamlegt að bera krem á andlitið til að fyrirbyggja óþægindi. Krem eins og Birta frá Sóley, útivistarkremið frá Purity Herbs, rósakremið frá Dr. Hauschka og Lavera Protective kremið eru dæmi um frábær krem sem má nota í fyrirbyggjandi tilgangi.
VARASALVAR
Í kuldanum í vetur er ekkert betra en að fá mjúka og góða varasalva á þurrar varir. Prófaðu Varagaldur frá Villimey eða salvana frá Dr. Organic.
ÞEGAR HÚÐIN VERÐUR ÞURR
Við vitum að þegar kólnar þá hættir okkur til að þorna í húðinni og kannski sérstaklega í andliti, þar sem við erum viðkvæmust. Í Heilsuhúsinu er gott úrval góðra krema sem eru mýkjandi og græðandi.
GRÆÐANDI
Gandur, íslensku kremin, hafa vakið verðskuldaða athygli. Þau þykja ákaflega græðandi og góð í notkun. Þá er Dr. Organic Aloe Vera Body Butter kremið einstaklega róandi og gott krem fyrir auma húð.
DEKUR
Hvað er betra en smá húðdekur að kvöldi dags? Prófaðu maskana frá Earth Kiss og fáðu svo smá nudd með möndluolíunni frá Aqua Oleum. Berðu svo Æskugaldur frá Villimey á þig í lokin til að viðhalda ferskleika og ljóma húðarinnar.