Æskugaldur viðhaldur ferskleika og ljóma húðarinnar. Húðin fær góða næringu, raka og fallegan náttúrulegan lit. Olían stinnir og eflir þéttleika húðarinnar, ver húðina gegn kulda, er mýkjandi og græðandi. Olían er rík af fjölómettuðum fitusýrum.
- Mildur ilmur jurtanna hefur róandi áhrif á hugann.
- Berið á andlit, háls og bringu kvölds og morgna.
- Án allra rotvarnar-, ilm- og litarefna.