Pure Natura framleiðir hágæða fæðuunnin bætiefni sem unnin eru úr næringarríku og hreinu íslensku hráefni. Með því að nýta innmat og kirtla úr íslenskum fjallalömbum í bland við villtar íslenskar jurtir blandar fyrirtækið saman á skemmtilegan hátt hómópatíu, grasalækningum og næringarfræði.  Útkoman eru spennandi vörur sem vakið hafa athygli víða um heim og bætt hafa heilsu fjölmargra neytenda