Raw chocolate company framleiða hráfæði í hæsta gæðaflokki og sérhæfa sig auðvitað í öllu sem viðkemur súkkulaði. Mórberin þeirra eru sögð þau allra bestu og súkkulaðihjúpuðu berin, hneturnar og baunirnar eru nammi til að lifa fyrir. Hrákakóið er himnasending í bakstur, boost og annað ofurfæðubrall. Rúsínan í pylsuendanum er svo sú að þetta er allt lífrænt, glútenlaust og vegan.