Markmið VERANDI er að framleiða hágæða húð- og hárvörur en á sama tíma að endurvinna og endurnýta hráefni sem fellur til við aðra framleiðslu sem annars yrði hent. Með því vill VERANDI sporna við offramleiðslu, sóun og auka nýtingu á afurðum sem nú þegar eru til. VERANDI vinnur með umhverfinu en ekki á móti því og notar aðeins hráefni sem eru algjörlega skaðlaus umhverfinu og líkama okkar. VERANDI trúir því að efni sem eru skaðleg fyrir umhverfið séu einnig skaðleg fyrir líkamann. Þessu markmiði vill VERANDI ná en á sama tíma halda gæðum í hámarki en verðinu í lágmarki. VERANDI er vara sem allir geta notað.