Propolis er kvoðukennt vax sem býflugur hafa notað í milljónir ára til að styrkja bú sín og halda örverum í skefjum. Propolis er grískt orð sem merkir fyrir framan borgina og vísar til þess að býflugurnar hafa þetta vax fyrir framan innganginn að býkúpunni og þarf hver býfluga að fara í gegnum þetta propolishlið til að komast inn í búið. Vaxið drepur skaðlegar bakteríur og sveppi sem býflugurnar gætu hafa komist í tæri við á ferðalögum sínum í náttúrunni. Þannig eru íbúar býkúpunnar varðir gegn sjúkdómum.
Propolis hefur verið notað til lækninga frá fornöld. Um 400 f. Krist var það kynnt af Grikkjanum Herodot sem mælti með vaxinu í smyrsl á sár og ígerðir. Á 1. öld e. Krist skýrði Rómverjinn Herodot Gajus Plinius í sínu fræga riti Historia naturalis“ frá þeim mörgu læknandi eiginleikum sem propolis hefur.
High Potency Propolis, Mono Propylene Glycol (Food Grade)