Amínó liðir innnihalda Cucumaria frondosa extrakt sem unnið er úr skráp villtra sæbjúgna sem veidd eru í hafinu við Ísland. Skrápurinn samanstendur að mestu leyti úr brjóski og er því mjög ríkur af kollageni en einnig lífvirka efninu chondroitin sulphate sem verndar liði fyrir skemmdum og örvar endurbyggingu á skemmdu brjóski. Kollagenið í Cucumaria frondosa extraktinu er talið heilsusamlegra en annað kollagen þar sem það inniheldur hærra hlutfall af mikilvægum amínósýrum, þá sérstaklega tryptophan. Þar að auki er skrápurinn mjög næringarríkur og inniheldur hátt hlutafall af sínki, joði og járni.
Sæbjúgu eru oft kölluð Ginseng Hafsins vegna innihalds þeirra af lífvirka efninu saponín sem er öflugt bólguhemjandi efni.
Þorskprótínið í amínó Liðir er unnið samkvæmt IceProtein® tækni sem byggir á vatnsrofstækni þar sem prótínin eru meðhöndluð með vatni og ensímum og framhaldinu síuð þannig að prótínið samanstendur einungis af smáum lífvirkum peptíðu
Amínó liðir eru með viðbættu C-vítamíni sem hvetur eðlilega myndun kollagens í brjóski
Ráðlagður dagskammtur: 4-6 hylki á dag. Munið að fæðubótarefni koma ekki í stað fjölbreyttrar fæðu. Farið ekki fram úr ráðlögðum dagsskammti.
Athugið! Hylkin geta skapað köfnunarhættu ef þess er ekki gætt að skola þeim niður með vatni, sérstaklega ef fólk á erfitt með að kyngja.
Geymsla: Geymist á þurrum stað, varið gegn hita og ljósi. Geymist þar sem börn hvorki ná né sjá til.
Innihald: Cucumaria frondosa extrakt, IceProtein® (vatnsrofin þorskprótín), túrmerik, C-vítamín, D-vítamín og mangan. Hylkin eru úr jurtabeðmi.
Cucumaria frondosa extakt er ríkt af kollageni, sínki, joði og járni. Einnig inniheldur það lífvirku efnin chondroitin sulphate og saponin.