Bamboo sogrör 12 stk.

Brush with Bamboo

Vörunúmer : 10146201

Sogrörin okkar eru skemmtileg og umhverfisvænn valmöguleiki í stað plaströra og hægt er að nota þau með öllum drykkjum. Rörin eru úr heilum ekta bambus stilkum, ekkert þjöppuð eða unnin. Þau eru margnota og má þvo. Þar sem rörin eru mjög náttúruleg þarf að leiða hugann vel að hreinlæti.


2.150 kr
Fjöldi

Hægt er að setja rörin í krukku með heitu vatni og sápu og hrista vel eða þvo þau með pípuhreinsi. Hvert rör er um 25 cm. að lengd en sverleiki þeirra getur verið örlítið misjafnt. Ef vel er hugsað um rörin geta þau enst svo árum skiptir.

Á heimsvísu eru daglega eru notaðar billjónir sogröra úr plasti. Vissulega er alfarið best að sleppa því að drekka með röri, en stundum er það bara svo skemmtilegt. Þannig að ef þú vilt nota rör, hafðu það margnota og greiddu sjálfbærni og lífrænum rörum atkvæði þitt.

Gott er að geyma margnota sogrör í hnífaparaskúffunni þegar þú ert ekki að nota þau, í hanskahólfinu eða í veskinu þegar þú ert á ferðinni. Bara muna að þrífa vel að notkun lokinni.

Brush with Bamboo er lítið fjölskyldufyrirtæki í suður Kaliforníu. Brush with bamboo var stofnað sem hluti af Zero waste lífstíl fjölskyldunnar en þau hafa frá árinu 2008 einbeitt sér að lífrænni garðyrkju og sjálfbærum lifnaði og hafa kennt fjölmörgum þann lífstíl. Í dag stjórnar fjölskyldan einnig litlum lífrænum býlum nálægt heimilum sínum og þar eru árlega framleidd um 2500 kg. af lífrænum mat. Þessi framleiðsla gefur nágrönnum og fleirum kost á að njóta lífræns ræktaðs og bragðgóðs matar.