Bambus ferðapakki 3 sogrör+bursti

Brush with Bamboo

Vörunúmer : 10151914

Ferðasett með þremur rörum og rörabursta í bómullarpoka. Bambusrör sem þessi eru skemmtilegur og umhverfisvænn valkostur í staðinn fyrir plaströr og hægt að nota í hvaða drykk sem er. Ferðasettið er hentugt til að hafa í bakpokanum eða í veskinu, jafnvel í hanskahólfinu. Þannig ert þú alltaf með fjölnota rör með þér þegar þú þarft á þeim að halda.


3.279 kr
Fjöldi

Handunni,100% bómullarpokinn innheldur:
• Þrjú lífræn bambus drykkjarrör 
• Einn plastlausan rörabursta úr agave trefjum

Öll rörin eru USDA vottuð (USDA = Bandaríska landbúnaðarráðuneytið)

Röraburstinn er umhverfisvænni valkostur í staðinn fyrir hinn hefðbundna rörabursta úr plasti eða nyloni

Perlurnar til að loka pokunum eru úr við.

Hvert rör er um 25 cm. að lengd en sverleiki þeirra getur verið örlítið misjafn.

Ef vel er hugsað um rörin geta þau enst svo árum skiptir.

Á heimsvísu eru daglega notaðar billjónir sogröra úr plasti. Vissulega er alfarið best að sleppa því að drekka með röri, en stundum er það bara svo skemmtilegt. Þannig að ef þú vilt nota rör, hafðu það margnota og greiddu sjálfbærni og lífrænum rörum atkvæði þitt.

Gott er að geyma margnota sogrör í hnífaparaskúffunni þegar þú ert ekki að nota þau, í hanskahólfinu eða í veskinu þegar þú ert á ferðinni. Bara muna að þrífa vel að notkun lokinni.