Jörth Immun 85 gr.

Jörth

Vörunúmer : 10170944

Immun er einstakt bætiefni sem styður við ónæmiskerfið með öflugri blöndu af gerjaðri íslenskri broddmjólk, lysozyme, ovótransferríni ásamt sínki sem stuðlar að eðlilegri starfsemi ónæmiskerfisins. Immun inniheldur einnig A vítamín og bíótín sem eru nauðsynleg til að viðhalda heilbrigðri slímhúð. Með örverueyðandi og bólgueyðandi þáttum stuðlar Immun að heilbrigðum vörnum líkamans og eðlilegri bólgusvörun.


9.998 kr
Fjöldi

Færðu reglulega kvef eða einhverja umgangspest eða ertu með langvinnar bólgur? Rannsóknir sýna að heilbrigður meltingarvegur er grunnur að öflugu ónæmiskerfi sem verndar líkamann gegn veikindum.

Immun 1.1 er háþróað bætiefni úr hágæða náttúrulegum hráefnum sem að græðir meltingarveginn og styrkir ónæmiskerfið. Immun inniheldur einstaka sérhannaða blöndu af gerjaðri íslenskri broddmjólk, lysozyme og ovótransferríni.

Immun inniheldur einnig næringarefni eins og sínk, A-vítamín og bíótín sem vernda líkamann, græða meltingarveginn og styrkja ónæmiskerfið. Með öflugum innihaldsefnum eins og hjálpar Immun þér að vera við góða heilsu og verja þig gegn sýkingum.

  • Eflir ónæmiskerfið: Inniheldur gerjaða íslenska broddmjólk ásamt viðbættu lysozyme og ovótransferríni sem vinna sérstaklega gegn sýkingum og bólgum.
  • Græðandi áhrif: Broddmjólkin græðir og byggir upp heilbrigðan meltingarveg.
  • Öflug vítamín og steinefni: Sínk eflir ónæmiskerfið, A-vítamín og bíótíni viðhalda heilbrigri slímhúð í öndunarfærum, meltingarvegi og þvagfærum.
  • Náttúruleg hráefni: Framleitt úr hágæða náttúrulegum hráefnum án allra aukaefna.
  • Öflug vörn: Má nota daglega en sérstaklega mikilvægt á álagstímum eða til að verjast umgangspestum.

Broddmjólk er næringarríkasta afurð spendýrs, er ofurfæða og ver okkur fyrir sýkingum og sjúkdómum þar sem hún inniheldur ónæmisþætti, vaxtaþætti, bakteríueyðandi peptíð, núkleótíða, steinefni, vítamín og mjólkurfitu. Eiginleikar hennar hafa verið rannsakaðir í tengslum við sjúkdóma í mönnum, svo sem í meltingarvegi, við ofnæmum og sjálfsofnæmissjúkdómum, sýkingum, ofþyngd og sykursýki I og II. Samverkandi þættir ovo- og bovine lysozyme ásamt laktóferríni og ovótransferríni veita breiðvirka ónæmiseflandi virkni, hafa breiðvirka örverueyðandi verkun gegn sýklum, ásamt því að vera einnig bólgueyðandi og andoxandi.

Til að fá sem mest út úr Immun og hámarka virkni þess er mikilvægt að taka það rétt.

Daglega
Taktu Immun daglega, jafnvel þótt þú finnir ekki fyrir lasleika né álagi. Þannig getur þú byggt upp varnir ónæmiskerfisins og viðhaldið stöðugri verkun Immun.

Taktu inn með mat
Immun inniheldur fituleysanlegt A-vítamín (retínýl pálmitat) sem best er að taka inn með máltíð sem inniheldur smá fitu. Þetta hjálpar líkamanum að nýta vítamínið betur.
Tryggir einnig betri upptöku næringarefna eins og á sínki og bíótíni.

Morgun, síðdegi, kvöld
Það er mikilvægt að taka Immun inn þrisvar sinnum á dag á sama tíma, daglega, til að viðhalda stöðugri virkni

Drekktu vatn með
Drekktu glas af vatni þegar þú tekur bætiefnið þar sem það hjálpar til við frásog og nýtingu efna. Það er mikilvægt að fylgja ráðlögðum dagskammti fyrir hámarksárangur.

  • Gerjuð íslensk broddmjólk: Rík af ónæmisstyrkjandi efnum og næringarefnum sem styðja við ónæmiskerfið.
  • Góðgerlar: Styðja við heilbrigða þarmaflóru og meltingarstarfsemi.
  • Lysozyme: Hefur örverueyðandi eiginleika og hjálpar til við að vernda gegn sýkingum.
  • Ovótransferrín: Járnbindandi prótein sem hefur sýklahemjandi og bólgueyðandi virkni.
  • Sinksítrat (Zink): Nauðsynlegt fyrir ónæmisstarfsemi og bólgustjórnun.
  • Retinýl pálmitat (A-vítamín): Styður við ónæmiskerfið og húðheilsu.
  • Bíótín (B7-vítamín): Nauðsynlegt fyrir efnaskipti og stuðlar að heilbrigðri húð, hári og nöglum.