Kukicha lífrænt grænt te 60gr

Moya

Vörunúmer : 10171998

Fíngert grænt te úr greinum og stilkum te plöntunnar.


2.299 kr
Fjöldi

Bragð: Fínlegt, sætt, með örlitlum keim af hnetum og umami.
Litur: Ljós grænn.
Upprunaland: Japan

Kukicha á rætur sínar að rekja til Uji-héraðs í Japan. Þar brugguðu bændur sitt eigið einstaka te — kukicha — úr eftirstandandi greinum og stilkum eftir að hafa selt verðmætustu laufin og blómknappana.
Á japönsku þýðir „kuki“ kvistur og „cha“ þýðir te. Moya Kukicha kemur frá lífrænni ræktun á eyjunni Kyushu og er létt ristað, sem gefur því sterkara bragð. Kukicha hentar mjög vel til að nota í kaldbruggað te.

Eiginleikar Kukicha
Öfugt við önnur græn te þá inniheldur Kukicha mikið magn L-theaníns og einstaklega lítið af koffíni. Ástæðan er sú, að ljóstillífun, sem breytir L-theaníni í katekín, á sér ekki stað í stilkunum. Það hentar því vel börnum, barnshafandi konum og öldruðum og er tilvalið te til að drekka á kvöldin.
En, ásamt öðrum japönskum grænum teum er það engu að síður rík uppspretta af katekínum og andoxunarefnum. Að drekka kukicha bætir meltingu og hjálpar til við að hægja á öldrun, hreinsar eiturefni, getur lækkað slæma kólesterólið, viðheldur eðlilegu blóðsykursgildi, stuðlar að heilbrigðum tönnum og tannholdi og bætir jafnvel andlega líðan. Lauf þess innihalda auðupptakanlegt C-vítamín, beta-karótín, fólínsýru, kalíum, kalsíum og fosfór.

Að laga Kukicha
Magn: 2-3 g í 200 ml af vatni.
Hitastig vatns: 70-80°C
Látið telaufin liggja í 2-3 mínútur
Hægt er að nota sömu plöntuna í fjögur skipti.

Innihald: 100% lífrænt japanskt grænt Kukicha te.

Allt te frá Moya er með lífræna laufblaðið sem er vottunarmerki ESB og hefur einnig fengið Tún vottun.

Aðrir hafa einnig keypt

Vinsælar vörur

Nýjar vörur

2 fyrir 1

Biona Haricot Beans 400 gr.

Vrn: 10079073
379 kr