Bragð: Ferskt og sætt með keim af smjöri og umami.
Litur: Lime grænn.
Upprunaland: Japan
Moya Matcha Iri Genmaicha inniheldur fíngerð lífræn Sencha lauf, ristuð lífræn brún hrísgrjón (sem á japönsku eru kölluð „genmai“) og lífrænt Matcha Daily. Bragðið af Matcha Iri Genmaicha er mjúkt og minnir á sætt, ferskt smjör með sterkum umami sjávar keim. Sannkölluð veisla fyrir bragðlaukana.
Matcha Iri Genmaicha getur verið mjög gagnlegt fyrir meltinguna. Eins og annað gæða laufgrænt te er Matcha Iri Genmaicha vel þekkt uppspretta andoxunarefna sem eru gagnleg til að koma í veg fyrir öldrun frumna í mannslíkamanum. Þetta te er tilvalið til að njóta fyrri hluta dagsins, til dæmis í staðinn fyrir kaffi eða orkudrykk, til að fá góða og langvarandi orku.
Að laga Matcha Iri Genmaicha
Magn: 2-3 g í 200 ml af vatni.
Hiti vatns: 70-80°C
Látið telaufin liggja í 2-3 mínútur
Hægt er að nota telaufin í tvö skipti
Innihald: 49% lífrænt grænt te, 48% lífræn ristuð brún hrísgrjón, 3% lífrænt matcha te.
Allt te frá Moya er með lífræna laufblaðið sem er vottunarmerki ESB og hefur einnig fengið Tún vottun.