Liquid coconut oil frá Natures aid er verðlaunuð framleiðsla og árið 2014 var hún valin "Best Food & Drink Product" í heilsufæðisgeiranum (Health Food Business)
Víða má lesa fróðleik um eiginleika kókosolíunar og þessi fljótandi olía frá Natures aid er sérlega handhæg.
Um 90% fitusýranna í kókosoliu mettaðar en nú er búið að sýna fram á að mettuð fita er skaðlaus. Fjöldi mjög stórra rannsókna þar sem þátttakendur voru jafnvel hundruðir þúsunda sýna að kenningin um að mettuð fita stíflaði æðar átti ekki við rök að styðjast.
Kókosolía inniheldur ekki þessa klassísku mettuðu fitu sem þú finnur til dæmis í osti eða steik, hún inniheldur svokallaðar Medium Chain Triglycerides (MCT) – eða miðlungs langar fitusýrur.
Flestar fitusýrur í matnum eru langar fitusýrur, en meðallöngu fitusýrurnar úr kókosolíunni meltast öðruvísi. Úr meltingarveginum fara þær beint í lifrina, þar sem þær eru ýmist notaðar sem auðleysanlegur orkugjafi eða breytt í ketóna sem geta haft jákvæð áhrif á heilasjúkdóma eins og flogaveiki og Alzheimer.
Gott er að fá sér 1-2 (og jafnvel 3) matskeiðar á dag því hún er bragðlítil og ekki of þykk og svo er hún upplögð í matargerðina; til steikingar í súpur, sósur og þeytinga. Hana má einnig bera á húð og í hár.