Tvöföld virkni Melatónin - Seratónin
Triptófan umbreytist í melatónin á kvöldin og seratónin á daginn. Heilinn stjórnar þessum efnabreytingum eftir birtustigi í umhverfinu og hefur þannig áhrif á líkamsklukku okkar, svefn og gæði hans á nóttunni og einnig daglega vellíðan m.a. streitu, kvíða og þunglyndi.
Nótt / Melatónin
Þegar dagsbirta þverr og líða fer á kvöldið fer náttúruleg melatónínframleiðsla fram í heilanum sem gerir okkur syfjuð og tilbúin til að fara að sofa og ná eðlilegum hvíldarsvefni. Því miður er hinsvegar góður nætursvefn eins og fjarlægur draumur fyrir marga og langvarandi svefntruflanir getur tekið tíma að leiðrétta. Svefnleysi (Insomnia). má flokka í þrennt; Erfiðleika við að sofna í upphafi (Sleep Latency Insomnia). Að vakna endurtekið á nóttunni (Sleep interruption Insomnia). Að vakna of snemma og geta ekki sofnað aftur (Terminal Insomnia).
Dagur / Seratónin
Náttúruleg framleiðsla líkamans á seratónín fer fram á daginn. En það er stundum kalllað vellíðunar-eða gleðihormónið og ýtir undir yfirvegun, hamingjutilfinningu og sjálfstraust og er þekkt fyrir að halda streitu, kvíða og þunglyndi í skefjum. En kvíði orsakast oft af daglegri streitu. Í upphafi geta afleiðingarnar þess verið okkur til framdráttar svo sem að bæta frammistöðu, árverkni og skýrleika. En eftir því sem á líður er hætta á alvarlegri einkennum bæði á líkama og sál.
Hvernig virkar ZenBev?
Graskersfræ eru stútfull af náttúrulegu triptófani sem inniheldur amínósýrur (prótein) sem þurfa að komast úr blóðinu til heilans. ZenBev duftið inniheldur því einnig hárrétt magn af kolvetnum (sykri) sem er nauðsynlegt til að auðvelda triptófaninu að komast í gegnum háþróaðan varnarmúr heilans (blood brain barrier). En þessi efnaflutningur er háður insúlín. ZenBev inniheldur einnig B3-og B6-vítamín sem eru líka nauðsynleg til að umbreytingin í melatónin og seratónin geti átt sér stað í heilanum. (athugið að triptófan umbreytist hins vegar í B3-vítamín ef skortur er á því í líkamanum sem gæti tafið fyrir virkni ZenBev).
Að borða hrein graskersfræ eða vörur sem innihalda þau hefur ekki sömu áhrif.
Innihald í dós - 250 gr.
- Styrkleiki triptófans: 45.0 mg.
- Graskersfræ, lífræn ræktuð / Inniheldur triptófan prótein 117,000 gr
- Dextrós (sykur úr maís, non gmo) / Auðveldar upptöku triptófans til heila 114,875 gr
- Náttúrulegt bragðefni / súkkulaði- eða sítrónu 12,500 gr
- Rice starch (úr oryza sativa fræjum) / B3 (5,0 mg) og B6 (1,0 mg) vítamín 5,000 gr
- Guar gum / Þykkiefni úr Guar fræjum 0,625 gr
- Inniheldur ekki erfðabreytt matvæli, mjólk, ger, glútein, litar- né rotvarnarefni
ZenBev vörumerkið er í eigu Biosential í Kanada.
Frábendingar
Ekki er ráðlagt að taka ZenBev að kvöldi ef stjórna þarf vélum eða ökutækjum eftir inntöku. Barnshafandi konur, konur með barn á brjósti og þeir sem taka inn þunglyndislyf ættu að ráðfæra sig við lækni. Í þeim tilfellum þar sem undirliggjandi ástæður svefnleysis eru t.d kæfisvefn, drómasýki eða fótaóeirð, ætti að leita læknis.
* Vísindarannsóknir
http://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/18066139 / http://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/16053244
www.zenbev.is - www.vitex.is - Umboð: vitex ehf
Melatónín minnkar líkur á blöðruhálskirtilskrabbameini - http://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/25107635
Tvær bragðtegundir - sítrónu og súkkulað
Inntökumagn fer ekki eftir líkamsstærð. Alveg eins og ZenBev getur tekið upp í þrjá daga að virka í byrjun má finna áhrif þess allt upp í þrjá daga á eftir þegar hætt er inntöku. Þegar vitað er af álagstímum framundan (vinnuálag, ferðalög, hormónabreytingar ofl.) má byrja inntöku ZenBev allt að 3 dögum áður.
ZenBev á kvöldin Blandið 1-2 skeiðum í heitt eða kalt vatn eða mjólk. Byrjið á 1 skeið og takið í 3 daga í röð, ½ klst. fyrir svefn. Aukið magnið í 2 skeiðar ef þurfa þykir í aðra 3 daga. Eftir þessa 6 daga ættir þú að átta þig á magninu sem hentar þér. Þumalputtaregla er inntaka í 5 daga og svo hlé í 2 daga. Þetta er endurtekið eins oft og þörf er á.
ZenBev á daginn Byrjið daginn á inntöku (þarf ekki að vera á fastandi maga) og fylgið sömu leiðbeiningum og að ofan.
Gætið þó að birtustigi í vinnuumhverfi því lítil birta getur stuðlað að framleiðslu melatónins (í stað seratónins) og gert þig syfjaða(n).