Better You Magnesíum olía, útvortis GOODNIGHT 100 ml.

Better You

Vörunúmer : 10112841

Einstök upptaka á magnesíum. Magnesium Good night er magnesium blandað við vínþrúgukjarnaolíu ásamt róandi jurtum. Slakandi og gott að bera á sig fyrir svefninn.


4.199 kr
Fjöldi

Áttu erfitt með svefn og/eða er fótapirringur að hrjá þig?

Magnesíum er fjórða mikilvægasta steinefni líkamans og er gríðarlega mikilvægt fyrir heilsu okkar. Það kemur við sögu í yfir 300 mismunandi efnaskiptaferlum í líkamanum og getur magnesíumskortur haft mjög alvarlegar afleiðingar í för með sér. Þetta steinefni hefur t.a.m. áhrif á:

  • Orkumyndun (ATP í frumunum)
  • Vöðvastarfsemi
  • Taugastarfsemi
  • Myndun beina og tanna
  • Meltingu
  • Blóðflæði
  • Kalkupptöku
  • Húðheilsu


Líkami okkar þarfnast magnesíum til að ýta undir aukna orku, jafna út blóðflæði, auka kalk upptöku og hjálpa vöðvastarfsemi líkamans. Við nútíma matarframleiðslu og lifnaðarhætti hefur upptaka á magnesíum í gegnum fæðuna minnkað til muna.

Magnesíum olíurnar frá Better you er einstök formúla í úðaformi sem borin er beint á þann stað sem er að angra þig og áhrifin koma nánast samstundis í ljós, hvort sem um stífleika, bólgur, harðsperrur eða önnur vöðvaeymsli er að ræða.

Magnesíum Goodnight: Er blönduð þrúgukjarnaolíu (Grape seed oil) sem gerir notanda betur kleift að nudda henni á líkamann. Einnig er búið að bæta ilmkjarnaolíum út í hana til að stuðla að betri ró fyrir svefninn. Aðrar tegundir sem eru í boði eru frá Better You. Hinar eru Magnesíum Original og Magnesíum Recovery

Merki um magnesíumskort.

  • Svefnerfiðleikar
  • Sinadráttur
  • Vöðvakrampi
  • Aukin næmni fyrir stressi
  • Síþreyta
  • Orkuleysi
  • Höfuðverkir
  • Fjörfiskur

Ábyrgðaraðili: Artasan ehf.

Aðrir hafa einnig keypt

Vinsælar vörur

Nýjar vörur

2 fyrir 1

Rapunzel döðlusykur 100 gr.

Vrn: 10142577
1.149 kr