Bílveiki er ein tegund svokallaðra ferðaveiki, sem fólk getur fundið fyrir þegar þðferðast hvort sem er með bíl, skipi, flugvél eða fundið fyrir í tívolítæki. Í vægum tilfellum birtist hún sem órói og höfuðverkur en í alvarlegri tilfellum sem ógleði, uppköst, með óeðlilegri svitamyndun, munnvatnsrennsli eða í formi svima, kvíða og fölva.
Margar vísindalegar rannsóknir benda til þess að besta meðalið gegn ferðaveiki sé engifer en á meðan flest ógleðilyf virka í gegnum heilann og innra eyra, virkar engifer aðeins á magann. Önnur jurt sem líka slær á einkenni ferðaveiki er piparmynta sem vinnur með svipuðum hætti og engifer. Hægt er að fá engifer í margskonar formi sem bætiefni, te og gosdrykk en langbest er að koma við á Safabar Heilshússins í Kringlunni, Laugavegi eða Lágmúla og fá sér hreint engiferskot áður en lagt er atlögu við vegi landins. Engfer fóðrar magann og kemur í veg fyrir að þar myndist órói. Einnig er gott að grípa með sér bætiefni eða te í ferðalagið.