LÁTUM SKAMMDEGIÐ EKKI SKEMMA DAGINN

20 Jan 2015

Sítrus ilmkjarnaolíurnar koma öllum í gott skap. 

Sítrus ilmkjarnaolíur eru hreinasta dásemd – og sérstaklega á þessum árstíma þegar við erum farin að bíða dálítið eftir sumri og sól.

Öll þekkjum við ferska angan af appelsínu eða öðrum sítrusávexti þegar börkurinn kemur af og ilmurinn brýst í gegn. Þessi angan er kjarninn í ilmkjarnaolíum sem gerðar eru úr sítrusávöxtum og hún getur svo sannarlega komið að miklu gagni við að hrekja burt allan vetrardróma. Sítrus ilmkjarnaolíur eru einstaklega góðar til þess að létta lundina og auka með manni orku í dagsins önn. Sítrus ilmkjarnaolíur kæta okkur ekki aðeins heldur geta einnig verið ákaflega slakandi og róandi auk þess að styðja sérstaklega vel við ónæmiskerfið, efla með þér sköpunarkraft og vellíðan, auk þess að verka vel sem bakteríuhreinsir á loftið.

Margir sítrusilmir:

Í Heilsuhúsinu eru til margir sítrus ilmir t.d. Citronella sem er hressandi og örvandi. Lemon sem er upplífgandi og hressandi líka til úr lífrænum sítrónum. Mandarin er góður hreinsandi ilmur og Orange sem er róandi, þægilegur og hjartahlýr ilmur, uppáhalds ilmur margra. Nokkrir dropar á húðina, í baðið með salti, til að fríska upp á nuddolíuna eða í rakatækið. Prófaðu að nota sítrus ilmkjarnaolíur til að fá smá sumar í þvottinn þinn með nokkrum dropum í mýkingarefnishólfið. Til að hressa andann í vinnunni er gott að setja nokkra dropa í skál með heitu vatni og staðsetja þar sem allir fá að njóta ilmsins. 

Hafðu í huga að það eru til ýmsar gerðir af sítrus ilmkjarnaolíum og því er mikilvægt að kynna sér vel hvernig er best að nýta hverja tegund.

Komdu við í næsta Heilsuhúsi og við skulum með ánægju leiðbeina þér og hjálpa við að fylla lífið af sumri og sól.

Ilmkjarnaolíur fást einnig í netverslun Heilsuhússins.