Umhverfisvænir tannburstar fyrir börn og fullorðna

23 Apr 2018

Ljóst er að það þarf nauðsynlega að draga sem mest úr plastnotkun mannsins. Ein leið til þess er að hætta að nota tannbursta úr plasti.

Í Heilsuhúsinu fást sænskir umhverfisvænir tannburstar úr bambus frá Humble Brush. Þeir eru þó ekki bara umhverfisvænir heldur eru þeir einnig mjög góðir fyrir tennurnar, vandaðir og þægilegir. 

Skaftið er úr bambusvið og hárin úr Nylon 6, sem brotnar hraðar niður í náttúrunni en önnur nælonefni. Burstarnir brotna því niður í náttúrunni og eyðast, ólíkt plastburstunum sem heimsbyggðin hendir milljónum af í ruslið á hverju ári.

Punkturinn yfir i-ið er svo sá að fyrir hvern seldan bursta gefur framleiðandinn fasta upphæð til Humble Smile Foundation, sem er stofnun sem hjálpar fátækum um allan heim með tannhirðu. Því má segja að þegar þú notar umhverfisvæna tannburstann frá Humble Brush sértu að hjálpa jörðinni okkar og fátækustu íbúum hennar.

  • Sænsk hönnun
  • Hannaðir af tannlæknum
  • Góðir fyrir plánetuna okkar
  • Hjálpa fátækum víða um heim
  • Vegan staðfestir af The Vegan Society