Madara húðvörur - húðvörur sem ná lengra!

24 May 2018

Nú fást hinar frábæru vörur frá Madara í Heilsuhúsinu. Madara húðvörurnar eru einstakar í sinni röð því þær ná enn lengra en húðlögin. Þetta eru húðvörur sem hjálpa okkur ekki aðeins að líta betur út; þær láta okkur einnig líða vel.

Madara hefur það að leiðarljósi að bera fullkomna virðingu og umhyggju fyrir umhverfi og mannkyni. Í þúsundir ára hefur jörðin, plönturnar og mannfólkið verið mótað af óblíðri veðráttu og umhverfisáhrifum. Þessi áhrif hafa jafnvel styrkt og eflt jurtirnar sem margar hverjar geta haft mikinn mátt til lækninga. Madara byggir á gamalli hefð og nýtir styrk plantna og jurta til að heila og græða á uppbyggjandi og heilbrigðan hátt. Það er kjarni Madara.

Madara vörurnar hafa unnið til fjölda verðlauna, þar á meðal Beauty Awards, hjá Daily Mail og fleirum. Þessar frábæru vörur eru lífrænar, vegan, ekki prófaðar á dýrum, hveitilausar og hnetulausar. 

Komdu í næsta Heilsuhús og kynntu þér nánar þess einstöku vörulínu!