Ghee á uppruna sinn í Indlandi þar sem það hefur lengi verið órjúfanlegur partur af matargerð og Ayurveda læknishefðinni.
Ghee hljómar framandi en fleiri þekkja það væntanlega sem hreinsað smjör eða clarified butter. Ghee er þó látið malla í lengri tíma en venjulegt hreinsað smjör sem skilar sér í óviðjafnanlegu bragði sem ber með sér keim af hnetum og karamellu. Það sem gerist þegar smjör er látið malla á þennan hátt er að vatnið gufar upp og mjólkursykur og prótín skilja sig frá fitunni. Eftir situr nánast hrein mjólkurfita sem þolir meiri hita og geymist lengur en venjulegt smjör.
Margir sem hafa mjólkuróþol eða ofnæmi þola Ghee vegna þess að nánast allt prótín og mjólkursykur hefur verið unninn úr því. Þetta er þó ekki óbrigðult og þarf hver að meta fyrir sig og sína.
Ghee er næringarríkt en það inniheldur t.d. öll fituleysanlegu vítamínin; A, D, E og K.
Ghee gefur ómótstæðilegt bragð við matargerð. Það þolir háan hita, allt að 250°C, og hentar því vel til steikingar. Það er líka dásamlegt að nudda því á grænmeti sem á að ofnbaka og það virkar vel í baksturinn.
Margir nota ghee í svokallað bulletproof kaffi og það er mjög vinsælt hjá þeim sem fylgja Ketó eða lágkolvetnafæði.
Ghee frá Happy butter kemur í tveimur gerðum