Brynjaðu þig gegn vetrarpestum

28 Aug 2018

Heilsubótarjurtin Andrographis hefur öldum sama verið notuð til lækninga víða í Asíu. Nú höfum við Íslendingar áttað okkur á eiginleikum hennar, hvernig hún getur styrkt ónæmiskerfið og hjálpað okkur í kuldanum í vetur.

Andrographis er  þekktust fyrir að gagnast vel við kvefi og flensu og hafa rannsóknir m.a. bent til þess að inntaka hennar geti stytt tímann sem það tekur að komast yfir veikindin. Ekki síst þykir hún virka vel á hálsbólgu, hósta og önnur einkenni frá öndunarfærum.

Mikið rannsökuð

Nýleg samanburðarrannsókn kannaði niðurstöður 33 rannsókna á áhrifum Andrographis sem náðu til samtals 7.175 manns. Niðurstöðurnar voru að jurtin hefði marktæk jákvæð áhrif á einkenni frá öndunarfærum og að inntaka gæti stytt þann tíma sem einkenni standa yfir.

Rannsóknir hafa líka sýnt fram á öfluga bólguhamlandi virkni Andrographis. Hún er t.a.m. þekkt fyrir að geta haft góð áhrif á sáraristilbólgu (ulcerative colitis) með því að halda niðri bólguviðbrögðum. Einnig hafa margir notað hana við liðagigt.

Andrographis er enn fremur talin vernda frumur líkamans og styðja við eðlilega starfssemi lifrarinnar auk þess sem rannsóknir benda til þess að hún geti verndað æðar og unnið gegn æðakölkun.

Fjölbreytt virkni

Á síðustu árum hafa augu vísindamanna í auknum mæli beinst að virkni jurtarinnar og bara á þessu ári hafa meira en 30 rannsóknir verið birtar um hana.

Þegar flensan og kvefpestin bankar upp á í vetur getur borgað sig að eiga þessa frábæru vöru í skápnum hjá sér. Andrographis frá Solaray er ný og spennandi vara í verslunum Heilsuhússins.

Fólk sem hefur sjúkdóma eða tekur inn lyf (einkum blóðþrýstings, blóðþynningar eða ónæmisbælandi lyf) ætti að ráðfæra sig við lækni um öryggi þess að nota þessa jurt.

Andrographis – mikið rannsökuð jurt sem getur:

  • Gagnast vel gegn kvefi og flensu
  • Stytt veikindatíma
  • Virkað á hálsbólgu og hósta
  • Dregið úr bólgum
  • Hjálpað lifrinni og unnið gegn æðakölkun