Ketó brauð með fræjum

18 Mar 2019

Þetta brauð er svakalega seðjandi, algjörleg mjöllaust og þess vegna alveg glútenfrítt. Hentar vel þeim sem eru á ketó. Það er auðveldlega hægt að skipta hörfræjunum út fyrir chia fræ, en þá er best að leggja þau í bleyti og þá má líklega minnka eggjaskammtinn niður í 4 egg.

100 gr sesamfræ
100 gr sólblómafræ
100 gr graskersfræ
100 gr hörfræ, gróft mulin (eða chia fræ)
100 gr malaðar hnetur (það getur verið gott að hafa hluta bara gróft hakkaðan)
100 gr malaðar möndlur (sama hér, grófhakka hluta)
1 dl bragðlaus kókosolía
5 egg
Gott sjávarsalt að smekk

Öllu hrært saman, skellt í form og bakað við 180°c í ca 50 mín