Helstu einkennin eru þreyta og þróttleysi, minni vöðvastykur, minni kynlöngun og erfiðleikar við stinningu, hitakóf, beinnmassi minnkar, líkamsfita eykst og skapstyggð gerir vart við sig. Þunglyndi er líka þekkt einkenni.
Femmenessence og Revolution eru fæðubótarefni sem unnin eru úr macarót. Macarótin er þekkt fyrir að hafa sérlega góð áhrif á hormónatengd óþægindi, sérstaklega hjá konum en einnig hjá karlmönnum. Macarót getur verið örugg og náttúruleg leið til að draga úr óþægindum tengdu beytingarskeiðinu, auka orku, úthald og efla heilsuna.
Eftir nokkurt hlé eru Femmenessence vörurnar nú aftur komnar í verslanir en hér er um að ræða náttúrulega lausn á einkennum breytingarskeiðs sem og öðrum hormónatengdum óþægindum.
Margar konur á miðjum aldri finna fyrir óþægindum þar sem hormónastarfsemi líkamans er að breytast. Svita- og hitakóf sem hafa áhrif á nætursvefninn, pirringur, þunglyndi, leiði, minni kynlöngun og þurrkur í leggöngum er eitthvað sem margar konur kannast við. Femmenessence vörurnar eru unnar úr sérhönnuðum blöndum ólíkra arfgerða macajurtarinnar þar sem samsetning fer eftir því á hvaða aldri konur eru og hvernig hormónabúskapurinn er. Um er að ræða fjórar mismunandi vörur og eru þrjár þeira eru hannaðar fyrir konur en sú fjórða, Revolution Macalibrium, er fyrir karla.
Femmenessence og Revolution er náttúruleg og lífræn macarót sem innheldur ekki hórmóna en styður við framleiðslu líkamans á þeim. Virkni hefur verið staðfest í rannsóknum en búið er að einangra virku efnin úr macarótinni sem hjálpa til við hormónatengd vandamál. Vörurnar eru ekki erfðabreyttar, hafa sanngirnisvottun (Fair Trade) og eru glútenlausar.
Eitt hylki að morgni með mat í nokkra daga og bæta svo við öðru að kveldi. Ráðlagður dagsskammtur er 1-2 hylki á dag.
Organic Maca Root Concentrate Maca-OG 750 mg mg – 120 þynnupökkuð grænmetishylki í pakkanum. 100% náttúruleg vara með lífræna vottun. Inniheldur hvorki soja (isoflavona), mulin hörfræ né hormóna.