A-vítamín

14 Sep 2021

A-vítamín er efnasamband sem finnst í dýraafurðum í mismunandi forma retinóla. A-vítamín fyrirfinnst einungis í plöntuheiminum sem undanfari A-vítamíns eða í formi beta karótíns. Beta karótín tilheyrir flokki plöntulitarefna sem kallast karótenóíð. Upptaka á beta karótíni í mannslíkamanum viriðist nokkuð auðveld. A-vítamín er fituleysanlegt vítamín.

Kostir A-vítamíns:

  • A vítamín er nauðsynlegt manninum við æxlun og styður vöxt og þroska. Það styrkir ónæmiskerfið og stuðlar að því að vefir, húð og slímhúð þroskist og starfi eðlilega.
  • A vítamín er mikilvægt sjóninni og styrkir sér í lagi nætursjón ásamt því að styðja við eðlilega matarlyst og bragðlauka. Fæða sem er rík í karótenóíðum virðist virka andoxandi og verja frumur líkamans fyrir ótímabæru niðurbroti.

Ráðlagður dagsskammtur:

  • Fyrir karlmenn: 900 míkrógrömm
  • Fyrir kvenmenn: 700 míkrógrömm
  • Fyrir börn 2-5 ára: 350 míkrógrömm
  • Fyrir börn 6-9 ára: 400 míkrógrömm
  • Fyrir börn 10-13 ára: míkrógrömm

Ráðleggingar byggja bæði á inntöku á A-vítamíni úr dýraafurðum sem og B-karótíni úr jurtaríkinu.

Efri mörk:

  • 3000 míkrógrömm
  • 1500 míkrógrömm fyrir konur sem eru komnar yfir breytingarskeið

Einkenni á of mikilli inntöku á A vítamíni geta lýst sér í þreytu og svima, ógleði og uppköstum en virðist sjaldgæft.

A-vítamínskortur
A vítamínskortur er sjaldgæfur á norðlægum slóðum. Þar sem A-vítamin er fituleysanlegt þá getur líkaminn geymt birgðir af því sem geta enst manninum frá nokkrum mánuðum upp í ár. Einkenni á A vítamínskorti geta verið léleg nætursjón, augnþurrkur og tíðar sýkingar í augum.

- Fæða sem inniheldur A vítamín og beta karótín:

Dýraafurðir (retinól):

  • Egg
  • Fiskur
  • Lifur
  • Mjólkurafurðir

Jurtaafurðir (beta karótín):

  • Rauð paprika
  • Gulrætur
  • Spínat
  • Mangó
  • Sætar kartöflur
  • Grasker
  • Kúrbítur

Vissir þú að...
Niðurskornar gulrætur dýft í möndlusmjör eða aðrar fitur eykur upptöku á A vítamíni/beta karótíni og er frábær millibiti?

Heimildir:

Mynd: unsplash.com