Kalk og magnesíum vinna náið saman í líkamanum og á milli þeirra þarf að vera jafnvægi. Algengara er að við fáum nægilegt kalk en of lítið magnesíum úr fæðu frekar en öfugt en þetta fer þó eftir mataræði hvers og eins.
Rannsóknir benda til hærri tíðni hjarta- og æðasjúkdóma hjá þeim sem hafa lítið af magnesíum í blóði. Sem dæmi má nefna háan blóðþrýsting en þeir sem borða magnesíum ríka fæðu eru ólíklegri til að þróa með sér háþrýsting en aðrir. Einnig hafa rannsóknir sýnt að inntaka magnesíum bætiefnis á meðgöngu geti minnkað líkur á háþrýstingi á meðgöngu.
Magnesíum er að finna í tofu, grænmeti, fræjum, hnetum, heilkorni, þara, sojabaunum, hýðishrísgrjónum og grænu laufguðu blaðgrænmeti. Einnig í fersku kryddi svo sem papriku, steinselju og piparmyntu.
Þvagræsilyf, getnaðarvarnarlyf og áfengi eru gagnvirk magnesíumi.
Inntaka á magnesíum getur komið í veg fyrir eða jafnvel unnið bug á nokkrum algengum kvillum.
- Sinadráttum
- Fótapirringi
- Hægðatregðu
- Svefntruflunum
Einkenni magnesíumskorts geta m.a. lýst sér í minna mótstöðuafli gegn sjúkdómum, háþrýstingi, nýrnasteinum, fyrirtíðarspennu, þreytu og beinþynningu. Þá geta skotið upp kollinum vandamál tengd taugum og vöðvum, einnig lystarleysi, hraður hjartsláttur, flogaköst og krampar.
Ráðlagðir dagsskammtar eru:
- ungbörn 6-11 mánaða: 80mg
- börn 12-23 mánaða: 85mg
- börn 2-5 ára: 120mg
- börn 6-9 ára: 200mg
- konur 10 ára og eldri: 280mg
- þungaðar konur: 280mg
- konur með barn á brjósti: 280mg
- karlar 10-13 ára: 280mg
- karlar eldri en 14 ára: 350mg
Upplýsingar þessar eru samansafn fróðleiks um náttúrulegar lækningar. Þeim er ekki ætlað að koma í stað tilmæla eða ráðgjafar fagfólks í heilbrigðisþjónustunni. Sjúklingar á lyfjum, einkum séu þeir haldnir alvarlegum sjúkdómum ættu að ráðfæra sig við lækni áður en þeir hefja neyslu bætiefna.