Ertu vegan? Vissir þú þetta?

20 Dec 2021

Fimm fyrirtaksráð fyrir veganista.

 
1. PASSAÐU PRÓTEINIÐ
Prótein er gífurlega mikilvægt allri líkamsstarfsemi og skortur á því getur haft slæmar afleiðingar í för með sér. Staðreyndin er sú að margir fá sinn próteinskammt aðallega úr dýraríkinu og því nauðsyn við breyttan lífsstíl að huga vel að því hvar það leynist annars staðar. Linsur, baunir, hnetur, fræ, quinoa, tófú og fleira inniheldur verulegt magn próteins og eins kjósa margir að bæta við einhverskonar jurta próteindufti. 
 
2. FORÐASTU RUSLIÐ
Ein gildra sem margir falla í er að huga ekki að hollustu þess sem kemur inn í stað fæðunnar úr dýraríkinu. Einbeita sér að því að velja fæðu sem er vegan en huga ekki að því hvort hún sé í raun holl að öðru leyti og detta kylliflatir í ruslfæðið. Það er næringarlega séð alls ekki gott að skipta út dýraafurðum fyrir súkkulaðikex, snakk og pakkamat og aðra óhollustu sem oft inniheldur aukaefni eða óæskileg innihaldsefni.
 
3. ÆFÐU ÞIG Í AÐ LESA INNIHALDSLÝSINGAR
Það er nauðsynlegt að þjálfa sig í að lesa innihaldslýsingar, bæði til að forðast ruslið og eins til að átta sig á þeim innihaldsefnum sem koma úr dýraríkinu. Heitin geta verið mjög svo einkennileg og framandi; casein, whey, gelatin og cochineal extract eru til að mynda allt efni úr dýraríkinu.
 
4. TAKTU INN B12 VÍTAMÍN …
Það getur verið snúið í meira lagi að fullnægja þörf líkamans fyrir B12 ef fæðið er vegan. B12 í fæði kemur aðallega úr dýraríkinu og því mælum við með inntöku á þessu mikilvæga vítamíni. Skortur getur haft verulega slæmar afleiðingar í för með sér. Við mælum með vegan B12 frá Terranova.
 
5. … OG KANNSKI LÍKA JÁRN 
Það er nauðsyn öllum að neyta járnríkrar fæðu. Dæmi um járnríkan mat eru t.d. baunir, dökkgrænt grænmeti og þurrkaðir ávextir. Þeir sem neyta dýraafurða þurfa oft minna að spá í þetta þar sem talsvert magn af járni finnst í kjöti. Margir veganistar kjósa því að taka inn auka járn til að vera vissir um að lenda ekki í vandræðum. Við mælum með Veglife Vegan Iron eða Terranova Easy Iron.
 
Í Heilsuhúsinu finnur þú mjög mikið úrval af vegan vörum, nú sem ávallt áður, en úrvalið er alltaf að aukast.  Þú færð ráðgjöf, þjónustu og frábært verð í Heilsuhúsinu.