Þegar ég varð vegan fyrir nokkrum árum, eftir að hafa verið grænkeri í rúmlega áratug, varð mér ljóst að ég þyrfti að huga enn betur að vítamín- og steinefnaneyslu til að forðast slen og slappleika. Ég bjóst við að þetta yrði leikur einn, ekki skorti framboðið af vítamínum, en raunin var önnur. Það reyndist mikið um gelatín, furðuleg bindiefni og allskonar snefilefni úr dýraríkinu í flestum vítamínum og bætiefnum.
Við vegan fólkið þurfum því að vanda vítamínvalið sérstaklega bæði til þess að fá allt sem við þurfum og forðast að neyta óvart dýraafurða á sama tíma.
Það er því sennilega engin furða að ég hafi verið himinlifandi þegar ég kynntist Terranova. Öll línan frá þeim er vegan og unnin úr frábærum náttúrulegum afurðum, engin furðuefni, engar dýraafurðir, bara það besta. Enda hef ég notað vörur frá Terranova á hverjum degi síðan ég prufaði þær fyrst fyrir rúmlega 2 árum.
Daglega nota ég fjölvítamínið Full Spectrum Multivitamin og D3, B12 tek ég annan hvern dag. Ég á auðvelt með upptöku og þarf ekki að taka það daglega, en mæli með að allir fari í blóðprufu árlega til að mæla stöðuna á mikilvægum vítamínum eins og B12. Járnið frá Terranova kom mér skemmtilega á óvart, en það er sérstaklega milt í maga, sem er alls ekki sjálfgefið, en afar vel þegið!
Terranova línan er stór og mikið til af sérhæfðum lausnum t.d fyrir liði, húðheilsu og augu og þær sérhæfðu vörur sem ég hef prufað hafa allar vakið lukku hjá mér.
Sú sem stendur mest upp úr af þeim hjá mér eru óléttuvítamínin Prenatal Multivitamin sem ég skipti yfir í á meðgöngunni á sínum tíma. Um er að ræða mjög góða blöndu af vítamínum og steinefnum sem lagðist mjög vel í mig.
Ég mæli heilshugar með Terranova hvort sem er fyrir grænkera eða alætur, þær eru samansettar úr svo mörgu góðu úr náttúrunni sem nýtist öllum vel. Og ég veit ekki til þess að það séu til hreinni vítamín og bætiefni. Í stuttu máli eru þetta frábærar vörur og ég hvet forvitna til þess að renna yfir innihaldslýsingarnar á vörunum til að sjá sjálf hvað ég á við.
1. 100% VEGAN
2. 100% laus við öll aukaefni
a. bindi- og fylliefni
b. glútein, mjólkurafurðir, sykur eða sætuefni
c. lita-, bragð- og rotvarnarefni
3. Jurtir, grænmeti og ber eru frostþurrkuð fersk
a. Styrkleiki efna helst betur
b. Hámarks virkni
4. Inniheldur „Magnifood“, jurta- og næringarpakka
a. Valin hráefni sem upphefja hvert annað
b. Stuðla að hámarks virkni og nýtingu
Sunna Ben, grænkeri