Algarium hefur eytt mörgum árum í að fullkomna blönduna. Hráefnin hafa verið rannsökuð og mæld í rannsóknarstofum í Þýskalandi, Danmörku og Íslandi til að tryggja að varan innihaldi bestu blöndu hráefna sem í boði er til að tryggja rétt hlutföll af lífrænu joði, Fucoxanthin, Fucoidan, próteini, ómega-3 fitusýrum og A, D2, B1, B3, B2, B12, E & C vítamínum. 

Við leituðum lengi að hinum fullkomnu umbúðum sem eru algjörlega endurvinnanlegar og framleiddar úr endurunnu hráefni. Algarium fannst ekki rökrétt að setja þessa framúrskarandi hreinu vöru í glerkrukkur. 

Algarium er lítið handverksfyrirtæki sem leggjur mikinn metnað í framleiðsluna. Allur þari sem er notaður er handtíndur á merktum svæðum sem fá tíma til að hvíla sig að uppskeru lokinn. Algarium starfar í sátt og samlyndi við náttúruna með það að markmiði að varðveita auðlindir hafsins fyrir komandi kynslóðir.