Beet it er alvöru rauðrófusafi sem er í uppáhaldi rauðrófuunnenda. Línan inniheldur annars vegar Beet it organic safana sem eru hreinir rauðrófusafar með smá epli en líka fáanlegir með engifer eða ástaraldin. Hins vegar er um að ræða Beet it sport sem er sterkari útgáfan sem inniheldur meira nitric oxide og er sérlega vinsæll fyrir æfingar og keppnir hjá íþróttafólki. Beet it sport hefur verið notaður við rannsóknir á áhrifum rauðrófusafa á úthald og styrk.