Ghee hljómar framandi en það er bara smjör sem er búið að hita þar til fitan skilur sig frá, tekur á sig gullinn lit og ilmar eins hamingjan sjálf með karamellukeim. Happy butter ghee kemur frá Bretlandi og er gert úr lífrænu smjöri. Happy butter er lítið fjölskyldufyrirtæki og framleiðslan fer fram í smáum skömmtum til að tryggja gæðin hverju sinni. Ghee er frábært í matargerð og bakstur, þolir háan hita og hentar því mjög vel til steikingar. Ghee hentar líka á ketó mataræði.