Bürstenfabrik Keller GmbH er fjölskyldufyrirtæki sem starfrækt hefur verið í hart nær 150 ár. Keller bürstenfabrik er einn af leiðandi evrópskum framleiðendum fínni bursta og framleiðir fyrsta flokks vörur bæði með nútíma tækni og hefðbundnu handverki.
Sjálfbærni hefur verið meginregla Keller í mörg ár og því má segja að vistfræðileg, efnahagsleg og félagsleg ábyrgð við viðskiptavini, birgja, starfsfólk og landsvæði sé varanleg. Keller er með FSC vottun sem styður umhverfisvæna og hagkvæma notkun skóga.