Daily Workout sjampóið með vatnsmelónu extracti og blóðappelsínu hentar vel fyrir feitt olíukennt hár, hár sem verður fyrir álagi frá umhverfi, hnjaski eða efnaálagi og fyrir fólk sem er mikið í líkamsrækt eða íþróttum.
Ertu það mikið í hot yoga að þurrsjampóið veldur því hreinlega ekki að laga það sem þarf að laga fyrir hárið? Ekkert stress, og óþarfi að svitna af áhyggjum yfir þessu. Mikil þjálfun hvern dag og daglegur hárþvottur geta farið illa með hárið. Þessi sjampóformúla og hárnæringin í sömu línu eru sérhönnuð fyrir þau sem þvo hár sitt og nota hárnæringu daglega, vegna svita, mikillar hreyfingar, alls konar umhverfisaðstæðna eins og íþrótta í sjávarseltu, talkúmpúðurs og ýmissa efna sem geta fylgt líkamsrækt og íþróttaiðkun. Sjampóið hentar líka mjög vel fyrir þau sem eru með feitt, olíukennt hár. Mild blanda fyrir daglega notkun með vatnsmelónufræja extract og blóðappelsínu.
Sjampóið er unnið úr jurtum og náttúrulegum fæðuefnum, innihaldsefnin eru lífræn, kjarnaolíurnar eru hreinar og umbúðirnar eru vistvænar. Í vörurnar fer bara það besta.
Acure nota engin skaðleg efni í snyrtivörurnar sínar og meirihluti innihaldsefna eru vottuð lífræn. Allar vörur frá Acure eru vegan og án parabenefna, jarðolíu, formaldehýðs og súlfats. Þær eru án míkróplastefna, vaselíns og formalíns og eru framleiddar án þess að notast sé við hliðarafurðir úr dýrum og eru „Cruelty Free“ sem þýðir að þær eru framleiddar án grimmdar gagnvart dýrum og að þau stunda ekki tilraunir á dýrum.
Berið í blautt hárið, nuddið vel í hársvörðinn og hárið sjálft, vinnið vel út í hárendana. Skolið vel. Notið endilega sjampótúpuna sem míkrafón. Ekki vera feimin!