Með því að vinna úr bólgum getur Benecta™ minnkað óþægindi og aukið úthald og orku.
Rannsóknir og þróunarvinna
Benecta™ er framleitt af íslenska líftæknifyrirtækinu Genís. Mikil þróunarvinna og áralangar rannsóknir liggja að baki vörunni sem byggir á sérhæfðri þekkingu tengdri framleiðslu á lyfjum, fæðubótarefnum og lækningatækjum úr rækjuskel. Þróun Benecta™ hefur staðið yfir undanfarin áratug í samstarfi við íslenska og erlenda vísindamenn.
Markmið Genís er að nýta þekkingu fyrirtækisins til að bæta lífsgæði fólks sem þjáist af bólgutengdum heilsukvillum.
Ábyrgðaraðili: Benecta ehf.
Dagleg inntaka af Benecta™ hjálpar líkamanum að vinna úr bólgum hvort sem þær eru af völdum álags eða hækkandi aldurs.
2 hylki á dag fyrsta mánuðinn. Eftir það 1-2 hylki á dag. Einstaklingsbundið getur verið hvort fólk þurfi 1 eða 2 hylki. Mælt er með því að taka Benecta™ á fastandi maga. Ekki skal taka meira en ráðlagðan dagskammt (2 hylki). Stærri skammtur getur dregið úr virkni Benecta™.
Benecta™ er ekki ætlað þunguðum konum eða einstaklingum með skelfiskofnæmi
Benecta™ er ætlað fullorðnum, 18 ára og eldri.
Hvert hylki inniheldur 300 mg af kítínfásykrum sem unnar eru úr rækjuskel. Kítinfásykrublandan er einkaleyfisvarin. Engin aukaefni eru í Benecta™.