Hefðbundin bambuspískur sem kallaður er ,,chasen“ er ómissandi við japanska matcha teathöfn. Fínlegu og handgerðu krókarnir eru skornir út úr einu bambusstykki af handverksmönnum sem lært hafa tæknina kynslóð fram af kynslóð. Þegar þú notar pískarann til að þeyta matcha te er best að hafa úlnliðinn mjúkan og slakan og gera stuttar og snöggar hreyfingar og mynda bókstafinn ,,M“ eða ,,W“ – það hjálpar til við að mynda hina fullkomnu og eftirsóttu froðukenndu áferð á teinu.